11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 917 í B-deild Alþingistíðinda. (992)

28. mál, bifreiðaskattur

Forseti (B. Sv.):

Mjer hefir borist brjef frá 10 háttv. þm., er hljóðar svo:

„Undirritaðir þingmenn óska að umr. sje hætt.

Sigurður Stefánsson, Eiríkur Einarsson,

Þórarinn Jónsson, Stefán Stefánsson,

Jón Sigurðsson, Þorleifur Jónsson,

Hákon Kristófersson, Pjetur Ottesen.

Pjetur Þórðarson, Björn Hallsson.”

Nú vil jeg geta þess, að 2 háttv. þdm. hafa þegar kvatt sjer hljóðs, og það er venja, að þeir þm. fái að taka til máls, sem kvatt hafa sjer hljóðs áður en beiðnin um að umr. hætti er fram komin.