22.04.1922
Neðri deild: 53. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 871 í B-deild Alþingistíðinda. (1007)

89. mál, aðflutningsbann á áfengi

Jón Baldvinsson:

Ekki veit jeg, hvaðan háttv. 1. þm. Skagf. (M. G.) kemur, úr því hann segir, að áfengi fáist ekki annarsstaðar hjer en í lyfjabúðunum. Þarf hann ekki annað en eiga tal við lögregluþjónana hjer í bænum til að komast á aðra skoðun. Hefir og fjöldi manna verið kærður fyrir óleyfilega vínsölu. En að bæði jeg og aðrir kæra ekki oftar en raun er á, kemur ekki af því, að ekki sje brotið, heldur af hinu, að það hefir þótt við brenna að vitnisburður eiðfestra lögregluþjóna er ekki einu sinni tekinn til greina í þessum efnum og næsta erfiðlega gengur að fá menn sektaða, þótt nægar sakir sjeu til.