25.04.1922
Efri deild: 51. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 891 í B-deild Alþingistíðinda. (1028)

89. mál, aðflutningsbann á áfengi

Atvinnumálaráðherra (Kl. J):

Mjer þykir undarlegt, að þessi spurning skuli hafa komið fyrst fram nú, eða á síðustu stundu, og ekki fyr. — Háttv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) hefir fylgst með aðgerðum viðskiftamálanefndar og þingsins, eins og aðrir þingmenn, og honum hefir því verið innanhandar að vekja athygli á þessari spurningu, úr því hann virðist leggja nú svo mikla áherslu á hana.

Að stjórn og viðskiftamálanefnd beri ábyrgð á störfum sínum, er sjálfsagt.

Annars sje jeg ekki, að þetta komi málinu við. Geri ráð fyrir því, að Danir verði okkur jafnvelviljaðir áfram í þessu máli, hvort sem við semjum í sambandi við þá eða ekki.