21.04.1922
Efri deild: 47. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 914 í B-deild Alþingistíðinda. (1052)

82. mál, útflutningsgjald af síld o. fl.

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Mjer þykir eigi þörf að mæla frekar með frv. þessu, en vona, að það komist klakklaust út úr hv. deild. En þó skal jeg leyfa mjer að benda á það, af því að það var eigi tekið fram við fyrri umr. um málið, að það, sem um ræðir í frv., hefir einnig mjög mikilsverða þýðingu fyrir togarana í Reykjavík. Er það eigi svo sjaldan á sumrum, að það borgar sig eigi fyrir togarana að stunda þorskveiðar, og er þá eigi nema um tvent að gera, annaðhvort að binda skipin við landfestar eða halda þeim úti á síldveiðum. Ef frv. þetta verður samþykt, verður mönnum gert hægra fyrir að nota síðari kostinn.