21.04.1922
Efri deild: 47. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 915 í B-deild Alþingistíðinda. (1054)

82. mál, útflutningsgjald af síld o. fl.

Guðmundur Ólafsson:

Jeg bjóst satt að segja eigi við umr. um þetta mál nú.

En fyrst aðrir hafa staðið upp, þá álít jeg ekkert á móti því að segja nokkur orð. Af því að háttv. frsm. sagði, að ilt hefði verið að ná samkomulagi í nefndinni, þá býst jeg við, að hann hafi átt við mig. Jeg var sammála nefndinni um það, að gott væri að losna við að hafa tollinn óákveðinn, þannig að borga þyrfti innlendum mönnum tollinn aftur, ef þeir gætu fært sönnur á, að þeir hefðu ekki haft ágóða af útgerðinni. En það skildu leiðir með okkur um hæð tollsins. Jeg vildi sem sje hafa hann hærri. í frv. er gert ráð fyrir 1 kr., en jeg var á móti þeirri lækkun. Hefði jeg gert mig ánægðan með 2 kr. Fanst mjer það sanngjarnara, samanborið við það, sem tollurinn var 1919. Þá var hann 2 kr., en hækkaði 1. apríl 1920 upp í 3 kr. með áður umgetnu skilyrði.

Annars skal jeg geta þess, að mjer fanst það, sem háttv. frsm. sagði, lítið skýra málið. Er það vitanlegt, að allir, sem síldveiði stunda, njóta góðs af frv., ef það verður samþykt. Ef brtt. um 2 kr. hefði komið fram, þá hefði jeg verið með henni.