24.04.1922
Neðri deild: 54. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (1062)

82. mál, útflutningsgjald af síld o. fl.

Jakob Möller:

Jeg tók ekki eftir því, að hv. þm. Ak. (M. K.) lýsti yfir afstöðu fjárhagsnefndar til þessa máls. En sú afstaða er í stuttu máli þannig, að nefndin fylgir einróma frv. Að öðru leyti hefi jeg ekkert sjerstakt um málið að segja. Eins og öllum hv. þm. er kunnugt, þá miðast útflutningsgjald af síld við hæsta stríðsverð á þeirri vöru. En nú hefir sú vara fallið í verði um meira en helming, og er því algerlega ómögulegt nú að rjettlæta þennan háa toll.