17.02.1922
Efri deild: 3. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í C-deild Alþingistíðinda. (1075)

9. mál, hitun kirkna

Halldór Steinsson:

Jeg teldi auðvitað mjög æskilegt, að hægt væri að hita upp kirkjur, en verð þó að líta á það, að slíkt hefir allmikinn kostnað í för með sjer. Jeg tel mjög varhugavert að íþyngja sveitarfjelögum, er mörg munu vera á heljarþröminni. Jeg álít, að slík till. sem þessi ætti að koma frá hreppunum sjálfum, en ekki frá þingi eða stjórn. Tel frv. ekki tímabært, en legg þó ekki á móti, að því sje vísað til nefndar til athugunar.