17.02.1922
Efri deild: 3. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í C-deild Alþingistíðinda. (1076)

9. mál, hitun kirkna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg skal ekki tefja með langri ræðu, en vil að eins geta þess, að mjer finst, að frv. slái sæmilegan varnagla við því, að lögin ofþyngi mönnum, þar sem söfnuðurinn hefir það á valdi sínu, hvort hita skal eða ekki; legg þó ekkert kapp á, hvort frv. nær fram að ganga, en bjóst síst við því, að það mundi sæta andmælum frá lækni. Kostnaðurinn yrði aldrei tilfinnanlegur, þó að hann yrði nokkur, og ætti ekki að vera ofvaxinn sveitarfjelögunum.