17.02.1922
Efri deild: 3. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í C-deild Alþingistíðinda. (1078)

9. mál, hitun kirkna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg álít, að vel mætti taka það til athugunar, hvort vátryggja beri kirkjur að fullu, ef kostnaðurinn verður mjög mikill. Vátryggingargjaldið yrði allhátt af timburkirkjum, en lægra af steinkirkjum. Sem stendur er að vísu engin vátryggingarskylda utan Reykjavíkur. En jeg tel þó óhyggilegt að vátryggja ekki timburkirkjur; hættan of mikil að hafa þær óvátrygðar. Vel gæti það komið til greina að vátryggja að eins fyrir þeirri upphæð, sem nægði til að koma upp hæfilega stórri kirkju handa söfnuðinum, þar sem svo hagar til, að kirkjur eru óþarflega stórar og dýrar.