03.03.1922
Efri deild: 12. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í C-deild Alþingistíðinda. (1080)

9. mál, hitun kirkna

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Jeg sje ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um frv. þetta. Læt mjer nægja að vísa aðallega til ástæðna þeirra, sem því fylgja frá stjórninni.

Það er einkum kostnaðarhliðin á málinu, sem ýmsum kann að þykja athugaverð. Sá kostnaður er þrennskonar:

1. Hitunartæki.

2. Eldiviður.

3. Vátrygging.

Eftir frv. stjórnarinnar er kostnaðurinn af hitunartækjum kirkjunnar lagður á herðar kirkjueiganda, og sömuleiðis vátryggingargjald. Þetta virðist nefndinni eðlilegt, þar sem þetta hvorttveggja er svo nátengt eigninni í kirkjunni sjálfri. En þar á móti er eldsneytiskostnaður lagður á herðar safnaðarins, og er það gert til þess að ljetta kostnað kirkjueiganda og komast hjá því að ganga of nærri því, sem talist gæti eignarrjettur hans. Þess eru dæmi, að sumir kirkjubændur, sem eiga kirkjur, vilja eigi sleppa eignarhaldi sínu á þeim við söfnuðinn, og eigi heldur leggja á sig aukin útgjöld þeirra vegna, og veitir þá frv. þetta, ef að lögum verður, söfnuðunum rjett á að fá því framgengt, að þær verði hitaðar, og virðist nefndinni það fullkomlega rjettmætt, á ofannefndum grundvelli.

Nefndin felst því á frv. stjórnarinnar og leggur til, að háttv. deild samþykki það óbreytt.