03.03.1922
Efri deild: 12. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í C-deild Alþingistíðinda. (1081)

9. mál, hitun kirkna

Halldór Steinsson:

Eins og hv. þm muna, lagðist jeg á móti frv. þessu við 1. umr., og hefir skoðun mín í því efni haldist óbreytt. Hæstv. forsætisráðherra (J. M.) taldi undarlegt, að læknir legðist á móti frv. þessu. Leitt, að hann er nú ekki við. En jeg tók fram þá, að jeg teldi víst, að söfnuðir mundu hita upp kirkjur sínar, án þess að til lagaboðs kæmi, enda víða verið gert. Vil ekki láta þvinga þetta fram með lögum. Verð því á móti frv. og býst við, að svo verði um fleiri.