03.03.1922
Efri deild: 12. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í C-deild Alþingistíðinda. (1082)

9. mál, hitun kirkna

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Frv. leggur það algerlega á vald meiri hluta safnaðar, hvort hita skal kirkjuna eða eigi. Um þvingun er því að eins að ræða, ef kirkjueigandi setur sig upp á móti vilja meiri hluta safnaðarins í þessu efni. Og vil jeg telja það ilt, ef bændum, sem eru kirkjueigendur, getur haldist það uppi að setja sig á móti vilja safnaðarins í þessu efni, sem snert getur svo mjög heilsu almennings.