20.02.1922
Neðri deild: 5. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í C-deild Alþingistíðinda. (1096)

22. mál, umræðupartur Alþingistíðinda

Gunnar Sigurðsson:

Jeg fjell frá orðinu áðan, en skal þó segja nokkur orð. Jeg er á sama máli og háttv. þm. Str. (M. P.), að þetta mál snerti mest kjósendurna. Þess vegna bar jeg þetta undir kjósendur mína á öllum þingmálafundum, sem jeg hjelt eystra, og þeir samþyktu alstaðar að láta hætta að prenta þingtíðindin. Jeg býst við, að jeg geti sagt það með sanni, að jeg sje ekki mikill kjósendadaðrari, en þó mun jeg greiða atkvæði að þeirra vilja í þessu máli. Að endingu vil jeg skora á hv. deildarmenn að eyða nú ekki meiri tíma í umræður um þetta mál en sem nemur því, sem sparast kynni við að láta ekki prenta umræðupartinn.