09.03.1922
Neðri deild: 18. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í C-deild Alþingistíðinda. (1112)

22. mál, umræðupartur Alþingistíðinda

Frsm. meiri hl. (Jakob Möller):

Jeg verð að fá að gera örstutta athugasemd að eins til að bera ámæli af heiðarlegum atvinnurekendum þessa lands. Hv. samþm. minn (J. Þ.) gaf í skyn, að þegar atvinnurekendur kysu heldur að reka atvinnu sína með tapi heldur en leggja árar í bát, þá væri það venjulega með það fyrir augum eða í þeirri von, að þeir mundu geta okrað þess geypilegar á viðskiftamönnum sínum síðar. Þessu mótmæli jeg og þori óhikað að gera það fyrir hönd allra atvinnurekenda, að hv. samþm. mínum (J. Þ.) meðtöldum.