17.03.1922
Neðri deild: 25. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í C-deild Alþingistíðinda. (1131)

35. mál, bæjarstjórn í Reykjavík

Gunnar Sigurðsson:

Jeg skrifaði undir nál. með fyrirvara. Er afstaða mín sú til máls þessa, að menn eigi ekki að missa kosningarrjett sinn, þó að ósjálfbjarga verði sökum elli eða veikinda.

Um óflekkaða mannorðið skal jeg ekki ræða að þessu sinni. Enn vil jeg láta þess getið, að jeg tel engu skifta, hvort meiri hl. bæjarstjórnar er með málinu eða móti, en jeg er á móti þessu frv. nú vegna þess, að jeg treysti bæjarstjórninni til að koma með betur undirbúið frv. fyrir næsta Alþingi.