11.03.1922
Neðri deild: 20. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í C-deild Alþingistíðinda. (1175)

45. mál, frestun á framkvæmd laga um fræðslu barna og laga um skipun barnakennara og laun þeirra

Frsm. (Bjarni Jónsson):

Út af ummælum hv. 4. þm. Reykv. (M. J.) vil jeg fyrst láta þess getið, að fjvn. var nauðsyn á því að fá atkvgr. um mál þetta áður en hún afgreiddi fjárlögin frá sjer. Einnig vil jeg láta þess getið, að það hefir aldrei verið venja að vísa máli, sem kemur úr nefnd, til annarar nefndar.

Annars vil jeg láta þennan hv. þm. (M. J.) vita það, að það mun vera eins mikil mentamálaþekking í fjvn. eins og í mentmn.