11.03.1922
Neðri deild: 20. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í C-deild Alþingistíðinda. (1183)

45. mál, frestun á framkvæmd laga um fræðslu barna og laga um skipun barnakennara og laun þeirra

Þorsteinn Jónsson:

Jeg leyfi mjer að koma fram með svohljóðandi rökstudda dagskrá:

Með því, að frv. um fræðslu barna er nú til athugunar í mentamálanefnd, og með því þingið hefir ekki tekið afstöðu til till. þeirra, er fram hafa komið um alt fræðslukerfi landsins frá milliþinganefndinni, er skipuð var til rannsóknar mentamálanna, þá tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.