13.03.1922
Neðri deild: 21. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 219 í C-deild Alþingistíðinda. (1230)

46. mál, afnám kennaraembættis í hagnýtri sálarfræði

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg skal ekki þreyta hv. deild með langri ræðu; vil að eins geta þess, að jeg var á móti því, að þetta embætti væri stofnað, með því, að jeg taldi það ekki nauðsynlegt. Hinsvegar var mjer kunnugt um að embættismaður sá, sem embættið var stofnað fyrir, var hæfileikamaður. Nú varð það ofan á í þinginu að stofna embættið og binda það við ákveðið nafn, og því furðar mig á því, að nú skuli, svo skömmu á eftir, eiga að leggja embættið niður og kasta hlutaðeigandi embættismanni fyrirvaralaust út á klakann.