23.03.1922
Neðri deild: 30. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í B-deild Alþingistíðinda. (124)

1. mál, fjárlög 1923

Jón Auðunn Jónsson:

Mjer þótti það eigi rjettilega mælt hjá hv. 1. þm. Skagf. (M.G.), að orðasöfnun herra Þórbergs Þórðarsonar væri komin inn á breiða braut. Hann er nú einmitt kominn á rjetta braut með því að safna fágætum orðum og orðatiltækjum víðsvegar af landinu. Annars hygg jeg það lítinn búhnykk að fella niður styrkinn einmitt nú, þegar maðurinn er kominn á góðan rekspöl og að mínu áliti á rjetta leið með orðasöfnunina, nefnilega að fá góða menn í hinum ýmsu hjeruðum til að safna og senda honum stærri og smærri orðsafnanir, sem svo verða ónýtar, ef enginn er til að vinna úr þessu. Þeir sem fróðir eru um þessi mál, álíta að starfsemi hr. Þ. Þ. sje engu þýðingarminni og eins vel launaverð og orðabókarstarf hr. Jóh. L. L. Jóhannssonar.