21.03.1922
Neðri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í C-deild Alþingistíðinda. (1263)

31. mál, kosning þingmanns fyrir Hafnarfjarðarkaupstað og skipting Gullbringu og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Frsm. meiri hl. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg tel ekki rjett að eyða miklum tíma í þetta mál. Svo sem sjá má af nál., sá meiri hl. nefndarinnar sjer ekki fært að leggja til við hv. deild, að frv. verði samþ. Er það meðfram af sparnaðarástæðum. Hver nýr þm. kostar nýjar fjárhæðir. Enn fremur þótti nefndinni varhugaverð fjölgun þm. í einstökum kjördæmum, þar sem alla kjördæmaskipunina á að endurskoða (sbr. þál. frá 1920).

Nefndin viðurkennir, að krafa Hafnarfjarðar er sanngjörn, en mörg hjeruð hafa svipaðar kröfur fram að bera. Má þar til nefna Árnessýslu, sem hefir yfir 6000 manns, og eru þar á meðal tvö kauptún með hátt á annað þúsund manns.

Mjer virtist hv. 1. þm. Eyf. (St. St.) gera það mest af kurteisi við kjósendur sína á Siglufirði að vera að bera fram brtt. á þskj. 38. En þá verð jeg að segja, að Hafnarfjörður stendur nær. Hann hefir t. d. meira en tvöfalda íbúatölu á við Siglufjörð.

Fleiri orðum hefi jeg ekki hugsað mjer að eyða að þessu máli.