21.03.1922
Neðri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í C-deild Alþingistíðinda. (1267)

31. mál, kosning þingmanns fyrir Hafnarfjarðarkaupstað og skipting Gullbringu og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Jón Þorláksson:

Það er misskilningur hjá hv. 4. þm. Reykv. (M. J.), ef hann hefir fengið það út úr nál. eða ummælum frsm. (Gunn. S.), að meiri hl. allshn. sje ekki á móti málinu að efni til. Fyrir mitt leyti get jeg sagt, að jeg er ekki mótfallinn því, að Hafnarfjörður fái þm., en því er jeg mótfallinn, að jafnmannfá sýsla og Kjósarsýsla er verði sjerstakt kjördæmi. — Sveitahjeruðin standa vel að vígi eins og nú er með þm.-fjölda, og væri miklu meiri ástæða til að bæta við þm. fyrir kaupstaðina, t. d. Siglufjörð, því að sjávarútvegurinn er nú fyrir borð borinn um fulltrúatölu í þinginu.