21.03.1922
Neðri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í C-deild Alþingistíðinda. (1268)

31. mál, kosning þingmanns fyrir Hafnarfjarðarkaupstað og skipting Gullbringu og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg vil að eins láta þess getið, að jeg er fylgjandi meiri hl. hv. allshn. í því að láta þetta frv. ekki ná fram að ganga. Sannast að segja lít jeg svo á, að þm. þurfi ekki að vera fleiri en þeir eru nú, en hins vegar þarf að koma rjettlátari skipun á kjördæmin. En eigi ávalt að bæta við þm.töluna, ef óánægja heyrist úr einhverju horni, þá getur sú tala með tímanum orðið feikilega há.