21.03.1922
Neðri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í C-deild Alþingistíðinda. (1272)

31. mál, kosning þingmanns fyrir Hafnarfjarðarkaupstað og skipting Gullbringu og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Jón Þorláksson:

Jeg vil að eins láta þess getið, hvers vegna jeg flutti ekki brtt. við frv., í þá átt, að Hafnarfjörður yrði eitt kjördæmi og Gullbringu- og Kjósarsýsla annað. Jeg gerði það ekki vegna þess, að jeg áleit mig þar ekki rjettan aðilja þeirra mála, og einnig vegna þess, að það mun vera á móti vilja meiri hl. kjósenda þeirra kjördæma, sem farið er fram á að skifta.

Allshn. hefir sýnt það, að hún er ekki á móti því að skifta tvímenningskjördæmi í einmennings, ef kjósendur æskja þess, en hitt er alt annað, ef skifta á tvímenningskjördæmi í 2 kjördæmi að nauðugum meiri hl. kjósenda kjördæmisins.