15.04.1922
Neðri deild: 48. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í C-deild Alþingistíðinda. (1314)

40. mál, hæstiréttur

Forseti (B. Sv.):

Mjer þykir nú örvar hv. þm. taka að geiga nokkuð langt frá settu marki, því að deildina varðar lítt um værur þær, sem orðið kunna að hafa innan allshn. Jeg vil að vísu kannast við það, að þótt háttv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.) yrði allþungorður um stund í garð hv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.), þá var sú vörn í því máli, að háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) hafði vegið óþyrmilega að honum áður, með tilvísun sinni í 29. gr. stjórnarskrárinnar, en því ljet jeg þau ummæli þá óvítt, að mjer var eigi ljóst, hvert þm. (J. Þ.) stefndi. Jeg býst nú við, að þessum brösum muni lokið að sinni.