15.04.1922
Neðri deild: 48. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í C-deild Alþingistíðinda. (1319)

40. mál, hæstiréttur

Jakob Möller:

Hv. allshn. hefir viðurkent, að kenslustörfin teljist til umboðsstarfa, enda sje jeg ekki til hvers annars þau ættu að teljast. Dómararnir, sem tækju við kenslustörfunum sem embættisstörfum, yrðu því ekki lengur umboðsstarfslausir, eins og 30. gr. stjskr. gerir ráð fyrir, og ákv. þeirrar greinar næðu þá ekki til þeirra. Lögin yrðu því samþykt með þeim skilningi, og hv. þm. Borgf. (P. O.) má ekki ætla sjer þá dul að leggja alt annan skilning í þetta en bæði nefndin og allir aðrir, sem um þetta hafa rætt. Fyrirkomulagið í Bandaríkjunum er ekki sambærilegt við þetta. Það er alt annað, þótt dómarar þar haldi fyrirlestra á háskólanum öðruhverju; þeir eru ekki fastir kennarar, eins og hjer er ætlast til að þeir verði.