16.03.1922
Neðri deild: 24. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í C-deild Alþingistíðinda. (1370)

47. mál, myntlög

Forsætisráðherra (S. E.):

Aðeins þá stuttu athugasemd, að eðlilegast væri, að þetta mál kæmi frá stjórninni og væri undirbúið af henni. Samkvæmt sambandslögunum þarf að leita samninga við Svía og Norðmenn um málið, og væri rjettast, að því væri lokið áður en frumvarpið væri borið fram. Jeg geri ráð fyrir, að frv. verði vísað til viðskiftamálanefndar.