21.03.1922
Neðri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 383 í C-deild Alþingistíðinda. (1408)

44. mál, afnám kennarastóls í klassískum fræðum

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Jeg sje enga ástæðu til þess, að þetta mál verði tekið út af dagskrá nú við þessa umr. Það er aðeins óþarfur dráttur. Nefndin sendi háskólaráðinu frv. fyrir 4 dögum og bað um umsögn þess sem fyrst. Ef það dregst ekki úr hófi fram, að háskólaráðið sendi umsögn sína, þá verður hún komin fyrir 3. umr. þessa máls, og má þá athuga hana þá, en verði hún ekki komin fyrir þann tíma, þá má taka málið af dagskrá, ef menn vilja svo, en nú er það gersamlega óþarft.