21.03.1922
Neðri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 383 í C-deild Alþingistíðinda. (1409)

44. mál, afnám kennarastóls í klassískum fræðum

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg vil ekki gera þetta að neinu kappsmáli. Jeg fór aðeins fram á þetta sökum þess, að jeg bjóst við, að hv. deild vildi sjá athugasemdir háskólaráðsins áður en máli þessu yrði ráðið til lykta. En með því hv. frsm. (S. St.) býst við, að umsögn þessi komi áður en málið kemur til 3. umr., og er fús til að láta taka það þá út af dagskrá, ef umsögnin verður ókomin, þá hefi jeg ekkert við það að athuga, þótt málið sje nú tekið fyrir.