30.03.1922
Neðri deild: 36. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 407 í C-deild Alþingistíðinda. (1431)

44. mál, afnám kennarastóls í klassískum fræðum

Gunnar Sigurðsson:

Jeg vildi aðeins lýsa yfir því, að jeg er meðmæltur þessari rökstuddu dagskrá hv. þm. Barð. (H. K.) og er honum þakklátur fyrir að hafa komið fram með hana.

Jeg skal svo taka það fram, gagnvart sparnaðarhlið málsins, að jeg býst við, að brtt. hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) verði ekki til mikils sparnaðar, þótt hún yrði samþ. Að draga málið eitt ár yrði að eins til þess að spara kensluna þann tíma, en ekki launin; getur það varla heitið stórvirk sparnaðarráðstöfun. Enda mundi auk þess þurfa að fá mann í stað núverandi kennara, til að kenna námsgreinar þær, sem hann kennir þar nú. Get jeg yfirleitt ekki sjeð, að hjer muni annað sparast en ef til vill starfið, og vil jeg ekki ljá atkv. mitt til þesskonar sparnaðartilrauna.