03.04.1922
Neðri deild: 39. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í C-deild Alþingistíðinda. (1459)

65. mál, sameining Árnessýslu og Rangárvallasýslu

Frsm. (Stefán Stefánsson):

Jeg þarf engu að svara háttv. 1. þm. Árn. (E. E.). Hann sagði, að rökin lægju í loftinu, og var það satt hvað snertir ræðu hans sjálfs. Þau svifu svo hátt uppi í loftinu, að ómögulegt var að koma auga á þau.

Ræða hv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.) var að mestu leyti skýring á fyrri ræðu hans; annars talaði hann mest við sjálfan sig.

Hvað snertir snjóflóð á Siglufirði, þá falla þau aldrei á sjálfan bæinn, heldur hinum megin við fjörðinn. Þar fór um árið eitt eða tvö hús, en á þeim stað verður ekki bygt framar, enda engin ástæða til þess, því bærinn hefir nóg landrými annarsstaðar, bæði á Siglufjarðareyri og þar í nánd.

Annars held jeg, að það sje þýðingarlaust að deila lengur um þetta mál, því að sennilega hafa hv. þm. ráðið við sig, hvernig þeir muni greiða atkv.