03.04.1922
Neðri deild: 39. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í C-deild Alþingistíðinda. (1460)

65. mál, sameining Árnessýslu og Rangárvallasýslu

Þorleifur Guðmundsson:

Jeg ætla aðeins með örfáum orðum að gera grein fyrir brtt. okkar háttv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.). Þetta mál hefir verið sótt á töluvert einkennilegan hátt.

Jeg þóttist verða þess var um daginn, að hv. deild vildi spara. Var þá talið sjálfsagt að fella niður þau embætti, sem helst mættu missa sig, eins og t. d. þetta. En ef hv. deild vill samþ. frv., verður hún einnig að samþ. brtt., til þess að vera sjálfri sjer samkvæm, og því mun jeg verða fylgjandi.

Vona jeg svo, að hæstv. stjórn taki þar við, sem við hættum, og samkvæmt marggefnum loforðum haldi áfram sameiningum embætta, eftir því sem við á, og um leið sjái um, að þessi hjeruð verði ekki órjetti beitt, samanborið við önnur. Og mun jeg því, til þess að verða sjálfum mjer samkvæmur, — ef hv. þd. samþ. brtt. okkar, sem gengur lengra í sparnaðaráttina, — samþ. frv. í heild.