27.03.1922
Neðri deild: 33. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 226 í B-deild Alþingistíðinda. (152)

1. mál, fjárlög 1923

Gunnar Sigurðsson:

Það var eitt atriði í þessum kafla fjárlaganna, sem jeg vildi lítilsháttar minnasta. Það er 8. liður X.brtt., um styrkinn til kvennaskólans í Reykjavík. Jeg tel afarilt, ef sá skóli yrði lagður niður, sem í raun rjettri er stefnt að með því að lækka styrkinn til hans. Þótt hann sje til mestra nota fyrir Suðurland, hygg jeg, að þangað sæki stúlkur af öllu landinu, og það yrði því öllu landinu til stórtjóns, að hann yrði að hætta. Eins og öllum er kunnugt, eru nú miklir erfiðleikar með alt skólahald. Húsaleiga og alt annað, sem skólinn þarfnast, er óhemjudýrt. Jeg get því ekki annað en verið því mótfallinn að fella styrkinn til hans.