02.03.1922
Efri deild: 11. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í C-deild Alþingistíðinda. (1651)

36. mál, sveitarstjórnarlög

Sigurjón Friðjónsson:

Eins og háttv. þm. muna, var á síðasta þingi áskorun þeirri beint til stjórnarinnar, að láta fara fram rannsókn á sveitarstjórnarlöggjöfinni og leggja frv. um það efni fyrir næsta þing. Jeg býst nú við, að stjórnin leggi till. sínar um þetta efni fyrir næsta þing. Sje jeg því enga ástæðu til að tefja þingið nú með frv. þessu, sem mjer virðist þýðingarlítið.

Jeg sje heldur ekki betur en að frv. ráðist á samvinnufjelagalögin frá síðasta þingi og hjer sje verið að smeygja aftur inn rjetti til álagningar á kaupfjelögin á þeim gamla grundvelli, sem burt var kipt. Þetta hefir háttv. flm. frv. (B. K.) líklega ekki athugað eða gert sjer ljóst. Frv. virðist því vera nokkuð mikið flaustursverk, og yfirleitt þess eðlis, að ekki sje vert að eyða tíma þingsins með því að þessu sinni.