06.03.1922
Efri deild: 14. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í D-deild Alþingistíðinda. (1705)

42. mál, landhelgisgæsla

Forseti (G. B.):

Jeg vil geta þess, að hæstv. stjórn hefir vakið athygli mína á því, að sjerstaka nauðsyn beri til að hraða þessu máli og afgreiða það í dag, ef unt er. Nú stendur yfir 3. umr. fjárlaganna í danska þinginu, og þyrfti þessi till. að ná þeirri umr., og verður þess vegna að gera eitt af tvennu, víkja henni til hliðar, eða afgreiða hana í dag. Málinu mundi þó ekki hleypt í strand, þó að það biði til morguns, en jeg veit, að hv. þm. hafa fylgst svo vel með umr. í hv. Nd„ að þeim er ljóst, hvað um er að ræða. Jeg vildi því leita þeirra afbrigða frá þingsköpum að halda fund að þessum fundi loknum og taka þar þessa till. til umr.