03.04.1922
Neðri deild: 39. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í D-deild Alþingistíðinda. (1738)

73. mál, lánveitingar úr Ræktunarsjóði

Flm. (Jón Auðunn Jónsson):

Jeg hefi engu að bæta við það, sem stendur í greinargerð till. Allir vita, að lánsfje vantar tilfinnanlega. Margir menn hafa lagt í kostnað við jarðrækt og fleira og vonað að fá lán úr Ræktunarsjóði, en sú von hefir brugðist. Bankarnir hafa ekki getað bætt úr þessu, og þá síst með hagfeldum lánum. Þess vegna er ófært að stöðva nú allar lánveitingar úr Ræktunarsjóði, enda liggja nú fyrir lánbeiðnir með langflesta móti.

Jeg hefi lauslega minst á till. við hæstv. atvinnumálaráðherra (Kl. J.), og skildist mjer, að hann væri ekki á móti henni. Jeg vona því, að hv. deild samþykki till.