03.04.1922
Neðri deild: 39. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (1740)

73. mál, lánveitingar úr Ræktunarsjóði

Flm. (Jón Auðunn Jónsson):

Jeg held, að þessi till. komi ekki í bága við lögin um Ríkisveðbankann, því að þar stendur, að Ræktunarsjóðurinn skuli leggja þetta fje fram í skuldabrjefum eða peningum, en ekki ákveðið, hve mikið af hvoru. Og jeg sje enga ástæðu til að hætta að lána úr Ræktunarsjóði, meðan þessi banki er ekki stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til þess að hlynna að jarðrækt, en það er bankinn ekki sjerstaklega, vegna þess, að hjer í hv. deild voru í fyrra feldar brtt. á Ríkisveðbankafrumvarpinu, sem gengu í þá átt að tryggja landbúnaðinum forgang að lánum úr bankanum.