21.04.1922
Sameinað þing: 10. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í D-deild Alþingistíðinda. (1755)

61. mál, breyting á hæstaréttarlögum

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Það er að vísu rjett, að Alþingi sje búið að gera ályktun, ef þessi tillaga verður samþykt, en þó eigi að fullu. Jeg álít þetta mál ekki eins flókið og hæstv. forsætisráðherra (S. E.), því löng reynsla bendir til þess, að þrír dómendur sjeu nægilegir, og þar með er fengin trygging fyrir því, að svo muni reynast framvegis, þótt fækkað yrði dómendum, eins og hjer er lagt til.

Hæstv. forsætisráðherra (S. S.) segir, að þetta bindi stjórnina, en jeg get ekki betur sjeð en að þetta sje fullkomlega í samræmi við stefnuskrá stjórnarinnar um að fækka embættum.