21.04.1922
Sameinað þing: 10. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í D-deild Alþingistíðinda. (1757)

61. mál, breyting á hæstaréttarlögum

Gunnar Sigurðsson:

Jeg skal vera stuttorður. En þetta snertir nýafstaðið mál, er miklar umræður urðu um og jeg var allmjög við riðinn. Jeg skil ekki misklíð þá, sem er á milli hæstv. forsætisráðherra (S. E.) og hv. þm. N.-Ísf. (S. St.), því í rauninni er lítið, sem skilur þá. Jeg sje enga ástæðu til annars en samþykkja þessa till., um að stjórnin taki til athugunar, hvort ekki sje tiltækilegt, að hæstarjettardómendum sje fækkað, og þá jafnframt taki undir íhugun, hvort ekki sje rjett að stofna nýjan miðdóm.

Jeg tel mjög vafasamt, hvort rjett er að leggja niður munnlegu málafærsluna og taka upp skriflega málafærslu við hæstarjett; hvorttveggja hefir sinn kost, en vel má taka það til athugunar.