05.04.1922
Neðri deild: 41. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í D-deild Alþingistíðinda. (1790)

76. mál, baðlyfjagerð innanlands

Lárus Helgason:

Jeg verð að líta svo á, að meðan enginn getur komið með dæmi um, að fjárkláðinn sje til í Skaftafellssýslum, sje hann alls ekki til þar.

Þótt nú sje komin brú á Jökulsá, stafar engu meiri hætta af því. Hún er og var oft á sumrum lítið meiri en bæjarlækur, og átti fje þá afarhægt með að fara yfir ána, þó að engin brú væri á henni. Meiri hætta gæti verið að fjallabaki, þar sem fje getur hist frá Rangárvöllum, Skaftártungu og Landi, ef þar væri um kláða að ræða, sem þó ekki kvað vera.

Jeg endurtek það, að jeg get ekki betur sjeð en að það hljóti að vera rjettara að baða á þeim stöðum, sem þörfin er mikil, og vanda þar alla framkvæmd, heldur en að demba á bændur böðunarskyldu á heilbrigðu fje, í afskektum hjeruðum.