12.04.1922
Efri deild: 43. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í D-deild Alþingistíðinda. (1798)

76. mál, baðlyfjagerð innanlands

Atvinnumálaráðherra (Kl. J.):

Jeg vil gefa þær upplýsingar, að þegar þetta mál var að fara úr hv. Nd., átti jeg tal við dýralækninn hjer í Reykjavík. Hann sagði, að sjer hefði komið á óvart að sjá þessa till., því að þegar hann hefði verið erlendis í fyrra sumar, hefði hann átt tal við prófessor Jensen við landbúnaðarháskólann, sem okkur er öllum að góðu kunnur, um að Íslendingar fengju baðlyf, sem prófessorinn var að undirbúa vegna fjárkláða á Suður Jótlandi. Hann sagðist hafa sagt landbúnaðamefnd Nd. frá þessu og bað mig að skýra hv. deild frá því líka. Það hefi jeg hjer með gert, og getur þá nefndin átt frekara tal við lækninn og fengið nánari upplýsingar.