22.04.1922
Neðri deild: 52. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 112 í D-deild Alþingistíðinda. (1807)

88. mál, saga Alþingis

Magnús Guðmundsson:

Hv. flm. (Þorst. J.) sagði, að framsöguræða sín væri aðeins sínar eigin hugleiðingar. En það gat enginn haldið annað en að verkið ætti að vinnast eins og hann lýsti í framsöguræðu sinni. Þess vegna kvaddi jeg mjer hljóðs, að jeg vildi fá þetta skýrt fram tekið. Og kemur þá að því, sem jeg hafði rent grun í, að enginn getur sagt neitt um kostnaðarhlið málsins; alt er óhugsað og sagt eitthvað út í bláinn um þetta rit. Þess vegna er varla von á, að þm. gleypi við þessu svona alveg óathuguðu og óundirbúnu, á síðustu dögum þingsins. Jeg vil þó lofa till. að fara til síðari umr. og áskil mjer rjett til að koma þá með brtt.

Hv. flm. (Þorst. J.) sagði, að jeg hefði ekki getað búist við svari um kostnaðarhlið málsins. Jú, vissulega átti jeg kröfu á slíku svari, því að enginn getur búist við slíkri ljettúð af hálfu þingmanna, að þeir geri sjer alls enga hugmynd um kostnaðarhlið þeirra mála, sem þeir flytja hjer á þingi. En eftir að hafa heyrt framsöguræðu hv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.), er jeg ekki í neinum efa um, að rit þetta mun, ef farið er eftir vilja hans, kosta 1–2 hundruð þúsund krónur minst. Öll þessi æfiágrip, sem hann nefndi, og Íslands saga yfirleitt, er bók, sem verður mörg bindi, og þau þykk.

Þess vegna ætla jeg að athuga þetta, eins og jeg sagði, til síðari umr. og hafa óbundið atkv. þangað til.