06.04.1922
Neðri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í D-deild Alþingistíðinda. (1846)

75. mál, rannsókn á máli Árna Theódórs Péturssonar

Jón Þorláksson:

Jeg vil benda hv. frsm. (B. J.) á það, að hv. fjárveitinganefnd hefir aðgang að stjórnarráði og fræðslumálastjóra til þess að fá þær skýrslur um málið, sem nauðsynlegar voru til þess að geta lagt dóm á það. Hjer er því engin ástæða til að vísa málinu aftur heim til stjórnarinnar. Hitt er rjett hjá hv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.), að stjórnin fær nú í sumar nýtt tækifæri til þess að bæta úr þessu, þegar hún veitir kennarastöðurnar.