06.04.1922
Neðri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í D-deild Alþingistíðinda. (1852)

75. mál, rannsókn á máli Árna Theódórs Péturssonar

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg mintist á skaðabótakröfurnar vegna þess, að á þær er drepið í greinargerðinni. Hitt er satt, að maðurinn hefir getað orðið fyrir rangindum, þótt ekki eigi hann kröfu til skaðabóta að lögum. Er jeg því alls ekki á móti því, að stjórnin rannsaki málið.