11.04.1922
Efri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í D-deild Alþingistíðinda. (1863)

75. mál, rannsókn á máli Árna Theódórs Péturssonar

Halldór Steinsson:

Jeg vildi aðeins geta þess, út af þeim ummælum, að fjárveitinganefnd hefði ekkert látið til sín heyra í málinu, að jeg sem frsm. fjárveitinganefndar ætlaði að tala um það, ef hv. 2. þm. G.-K. (B. K.) hefði eigi orðið fyrri til að biðja sjer hljóðs.

En af því, að jeg var honum alveg sammála og hefði talað í líka átt, þá sá jeg enga ástæðu til að taka til máls.