22.04.1922
Sameinað þing: 11. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í D-deild Alþingistíðinda. (1875)

92. mál, rannsókn á máli A. L. Petersens

Jakob Möller:

Jeg tel rjett, að þetta komi þá fyrst til álita, þegar málið verður tekið fyrir, en ekki nú. Hins vegar er enginn vafi á því, að tillagan getur, þingskapanna vegna, orðið tekin til meðferðar. Tilvitnun hv. samþm. míns (J. Þ.) í þingsköpin er að vísu hárrjett. En hún á hjer ekki við. Að vísu hefir verið feld í hv. Ed. till. líks efnis og þessi, en ekki samhljóða, og þar sem breytingin er svo veruleg, að fjárhagsatriðið, sem í feldu till. fólst, hefir alveg verið felt niður í þessari, þá er auðsætt, að hjer er engan veginn um sömu till. að ræða.