24.02.1922
Neðri deild: 8. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í D-deild Alþingistíðinda. (1906)

24. mál, skipun viðskiptamálanefndar

Jón Þorláksson:

Má jeg gera örstutta athugasemd. Jeg neita ekki, að einn Íslendingur geti haft fje af öðrum í þessu efni, en þegar landið er tekið sem heild, er gróðinn enginn.

Hv. samþm. minn (Jak. M.) gleymdi því, að þegar hann ætlar að borga stóra lánið sitt í Danmörku, og íslenska krónan er stigin, þá eru afurðir landsins fallnar í sama hlutfalli að íslensku krónutali, svo að landið þarf að láta jafnmikið af vörum fyrir greiðslunni eins og áður, meðan íslenska krónan stóð lægra. Að vísu skal jeg ekki neita því, að ef hv. samþm. minn (Jak. M.) er heppinn, þá getur hann látið aðra landsmenn sína borga eitthvað af skuldinni.