10.04.1922
Efri deild: 41. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 349 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

1. mál, fjárlög 1923

Forsætisráðherra (S. E.):

Það er aðeins stutt athugasemd út af ræðu háttv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.). Jeg hefi litið á styrkinn til sjúkrahúsanna sem áætlunarupphæð og í háttv. Nd. tók jeg þetta fram án þess því væri mótmælt. Það skiftir því í raun og veru ekki miklu máli, hvaða upphæð er sett á pappírinn, ef þetta er rjettur skilningur að öðru leyti en því, að sjálfsagt er vegna niðurstöðunnar í fjárlögunum að hafa upphæðina sem næst því, sem gera má ráð fyrir, að brúkað verði. Annars skal jeg geta þess, að verði þessum skilningi slegið föstum hjer, þá mun stjórnin greiða ýmsar kröfur frá fyrra ári, sem komið hafa fram og neitað var um greiðslu á þá, þar sem orðalag nú gildandi fjárlaga á tilsvarandi grein er hið sama og á hjer umræddri grein.