03.04.1922
Neðri deild: 39. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 433 í D-deild Alþingistíðinda. (2052)

72. mál, prentunarkostnaður ríkissjóðs

Sveinn Ólafsson:

Mjer kom það dálítið á óvart, þegar fjórir hv. þm. stóðu hjer upp í röð og töldu allir varhugavert að samþykkja síðari lið þessarar till. Mjer þótti þetta undarlegt vegna þess, að þar er aðeins um það eitt að ræða að rannsaka, hvort ekki sje tiltækilegt að ráðast í þetta fyrirtæki og koma á fót ríkisprentsmiðju, en langir vegir frá því, að hjer sje ákveðið að taka slíkan atvinnurekstur upp.

Jeg get ekki felt mig við, að það sje rjett hjá hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.), að orðalag till. megi skilja svo, sem stjórnin hafi ekki leitað hagkvæmra kjara um prentun fyrir ríkið. Engum kemur víst í hug nein vanræksla í þessu efni. En stjórnin hefir ekki getað náð jafngóðum kjörum og æskilegt væri og eðlilegt, vegna þess, að samkepni er engin að kalla um prentun. Mjer sýnist því engin aðdróttun liggja í till. og tel sjálfsagt að samþykkja hana.

Jeg get alls ekki felt mig við, að þessu máli sje vísað til stjórnarinnar án þess að atkvgr. fari fram um þál. sjálfa.