19.04.1922
Neðri deild: 50. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 434 í B-deild Alþingistíðinda. (258)

1. mál, fjárlög 1923

Forseti (B. Sv.):

Áskorun er fram komin til mín frá háttv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) um að taka þetta mál af dagskrá. Það hlýtur að vísu að valda nokkurri töf á framgangi málsins, ef það er nú tekið af dagskrá, en þar sem mjer þykir háttv. þm. hafa verið nokkru harðræði beittur, er brtt. hans var synjað að koma til atkvæða, þá vil jeg bera það undir háttv. deild, hvort málið skuli tekið af dagskrá.