22.02.1922
Neðri deild: 6. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 436 í B-deild Alþingistíðinda. (263)

38. mál, sérstakar dómþinghár

Flm. (Jón Sigurðsson):

Mjer kom ekki á óvart afstaða sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu í máli þessu. Hans afstaða er nokkuð sjerstök; hann vill láta afnema öll manntalsþing, og þá er ekki nema eðlilegt, að hann vilji ekki láta fjölga þeim. En jeg vona nú samt, að þessir hreppar fái að verða aðnjótandi sömu rjettinda sem aðrir hreppar, sem þessa hafa farið á leit áður. Auk þess skal jeg upplýsa það, að þetta er enginn erfiðisauki fyrir sýslumann, því að vel má halda manntalsþingin í Viðvíkur- og Hólahreppum á sama degi.